fbpx

Eyðileggst sláttuvélin þín og sláttuorfið í vetur?

Sláttuvélin

Til að sláttuvélin þín og slátturofið endist sem lengst þá þarf að ganga vel frá tækjunum á haustinn.

Í ár kom nýtt bensín á markaðinn, svokallað E10 bensín, sem blandað er með etanól. Etanól blandað bensín er mjög tærandi auk þess sem það dregur í sig raka. Nánar er fjallað um áhrif etanóls á bensínvélar síðar í greininni.

Ef þú ert með 95 oktana bensín á sláttuvélinni þinni eða sláttuorfinu þá eru meiri líkur en minni að tækið fari ekki í gang næsta vor og verði jafnvel ónýtt vegna tæringar og ryðs í eldsneytiskerfinu.

Fuel fit verndar mótorinn og eldsneytiskerfið

Fuel Fit frá Briggs & Stratton
Fuel Fit frá Briggs & Stratton verndar mótorinn og eldsneytiskerfið allt

Sláttuvélar sem Múrbúðin selur eru eingöngu með mótora frá Briggs & Stratton, sem þykja einhverjir allra bestu smá mótorar sem hægt er að fá.

Briggs & Stratton hafa gefið út að allir mótorar frá þeim þola E10 bensín, en þeir vara jafnframt við mikilli tæringarhættu af því að nota þannig bensín og vara eindregið við að láta 95 oktana etanmól blandað bensín standa á tækjunum.

Briggs & Stratton hafa því þróað íblöndunarefni fyrir bensín sem verndar mótorinn og eldsneytiskerfið fyrir skemmdum og tryggir langa endingu. Efnið sem Briggs & Stratton þróuðu heitir Fuel Fit og er sérstaklega gert til að vernda litla mótora eins og eru í sláttuvélum og sláttuorfum. Mælt er með að þú notir Fuel Fit alltaf í bensín sem þú notar á sláttuvélina þína eða sláttuorfið.

Best er að blanda Fuel Fit strax í bensín sem þú kaupir. Blöndunarhlutfallið er 10ml af Fuel Fit í hvern líter af bensíni. Einn brúsi af Fuel Fit dugar þannig í 25 lítra af bensíni. Fuel Fit blandað bensín heldur gæðum sínum í allt að þrjú ár, meðan óblandað E10 tapar gæðum mjög hratt.

Svona er best að ganga frá bensínsláttuvélum og sláttuorfum fyrir geymslu

Tæmið óblandað 95 oktana E10 bensín úr bensíntank tækisins. Gangsetjið tækið og látið það ganga þar til bensínið er búið og tækið stoppar.

Setjið bensín sem blandað er með Briggs & Stratton Fuel Fit á sláttuvélina / sláttuorfið. Gangsetjið tækið og látið það ganga í nokkrar mínútur þanngið að Fuel Fit berist um allt eldsneytiskerfið og í blöndunginn.

Fyllið síðan bensíntankinn með Fuel Fit blönduðu bensíni og þá er mótórinn á tækinu þínum tilbúið fyrir vetrargeymsluna. Sé tækið geymt með fullan tank, þá minnka líkur á rakamyndun.

Fuel Fit verndar ekki bara mótorinn og eldsneytiskerfið fyrir áhrifum etanmóls blandaðs bensíns, heldur dregur Fuel Fit líka úr sótmyndun í blöndinginum og tryggir þannig betri gang og endingu.

 

Gátlisti fyrir frágang á slátturvélum og sláttuorfum fyrir veturinn

  • Þrífið sláttuvélina / sláttuorfið vel. Hreinsið í burtu allan gróður og gras og strjúkið önnur óhreinindi af tæki.. Sumar sláttuvélar eru með hraðtengi fyrir slöngu sem auðvelda mjög þrif á sláttursvæði og hnífum.
  • Farið yfir blað og látið brýna það ef þarf.
  • Skiptið um mótorolíu á fjórgengismótorum. Þegar skipt er um olíu þá á mótorinn að vera sem næst vinnsluhita. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda.
  • Hreinsið loftsíu
  • Fyllið bensíntank með Fuel Fit blönduðu bensíni eftir að tækið hefur verið látið ganga það lengi að Fuel Fit blandað bensín er komið í allt eldsneytiskerfið.
  • Geymið sláttuvélina og sláttuorfið inni yfir veturinn eða í geymsluskýli

 

Hvað ef þú notar ekki Fuel Fit – Eyðileggst þá sláttuvélin?

Ef þú kýst að nota ekki Fuel Fit, þá má alls ekki geyma tækið með bensíni á yfir veturinn. Mikilvægt er að tæma allt bensín af bensíntanknum og láta vélina svo ganga þar til hún stoppar.

E10 blandað 95 oktana bensín tærir eldsneytiskerfið hratt og má alls ekki standa á tækinu yfir veturinn. Besta leiðin til að ná bensíni af Sláttuvél eða sláttuorfi er að nota pumpu sem þú færð hjá Múrbúðinni, sjá nánar [hér]

Sogpumpa til að sjúga bensín uppúr bensíntönkum, ásamt brúsa og trekt

Nánari upplýsingar um Fuel Fit á heimasíðu Briggs & Stratton [Hér]

Hvað um 98 oktana bensín

98 oktana bensín inniheldur ekki etanól og þar af leiðandi er mun betra að nota það á sláttuvélina og sláttuorfið. Fyrir vetrargeymslu er engu að síður  gott að blanda Fuel Fit í 98 oktana bensín, vegna verndandi eigileika Fuel Fit.

Við mælum með að þú notir alltaf 98 oktana bensín á sláttuvélar og sláttuorf. 

Áhrif etanols á bensínvélar

Entanol er mjög ætandi efni, sem skemmir málma, þéttingar, slöngur, gúmmi ofl. Eins dregur entanol í sig raka úr umhverfinu. Ekkert af þessu er gott fyrir bensínvélar.

Sé E10 bensín látið standa í tækinu í meira en 30 daga getur skapast hætta á tæringu í eldsneytiskerfinu með tilheyrandi íkveikjuhættu.

Gæði E10 blandaðs eldsneytis (95 oktana bensín) minnka hratt og því er ráðlagt að kaupa aldrei meira bensín fyrir sláttuvélar eða sláttuorf, en þú notar c.a. á 30 dögum.

Fyrir utan tjón sem E10 bensín getur valdið þá er mjög erfitt að starta bensínmótorum ef bensínið er búið að standa lengi.

Við mælum með að nota alltaf 98 oktana bensín á sláttuvélar og sláttuorf. Eins mælum við með að nota Fuel Fit alltaf vegna verndandi eigileika þess.

Keyptu Fuel Fit eða sogpumpu

Til að kaupa Fuel Fit smelltu [HÉR]

Til að kaupa sogpumpu fyrir bensín smelltu [HÉR]

Tenglar Briggs & Stratton

E10 elsneyti og Briggs & Stratton mótorar: https://www.briggsandstratton.com/eu/en_gb/support/faqs/browse/E10-petrol-usage.html

Upplýsingar um Fuel fit: https://www.briggsandstratton.com/eu/en_gb/products/care-products/fuel-fit.html

Ýmsar leiðbeiningar um viðhald á Briggs & Stratton vélum og tækjum: https://www.briggsandstratton.com/eu/en_gb/support/maintenance-how-to.html