Hér neðar má nálgast umsóknir um reikningsviðskipti hjá Múrbúðinni.
Umsóknareyðublaðið þarf að prenta út og útfylla ítarlega og undirrita af ábyrgðarmanni. Frumritinu skal síðan koma til okkar og verður umsóknin þá tekin fyrir.

 

Söluskilmálar / Skil á vöru


1. Almennur Skilaréttur

Kaupandi hefur skilarétt á vörunni og getur fengið endurgreiðslu á kaupverði vörunnar innan 60 daga frá því að kaupin voru gerð. Varan fæst einungis endurgreidd ef hún er óskemmd, í upprunalegu ástandi og í heilum óopnuðum umbúðum ef það á við. Kaupandi skal sýna framá kaupin með því að senda afrit af reikning. Ekki er um skilarétt að ræða á vöru sem hefur verið sérpöntuð fyrir kaupanda. Ekki er um skilarétt að ræða af vöru sem keypt hefur verið á útsölu, rýmingarsölu, á tilboðsverði, eða með öðrum hætti á niðursettu verði.

2. Skilaréttur (Smella og Sækja)

Til að skila vöru skal senda hana til baka í fullkomnu ásigkomulagi ásamt reikning.
Kaupandi kemur vöru aftur á afhendingarstað og greiðir fyrir flutningskostnað. Varan telst afhent þegar hún er komin til Samskipa.
Múrbúðin ber ekki ábyrgð ef vara skemmist eða týnist við flutning.
Ef þyngd pöntunar fer yfir x kg er varan send á bretti, auka þyngd vegna brettis bætist ofan á flutningskostnað vörunnar.

3. Sala með söluveði

Þær vörur sem tilgreindar eru á reikningseyðublaðinu eru seldar með söluveði í samræmi við G-lið, III kafla laga um samningsveð nr. 75/1997. Hið selda er því eign seljanda þar til söluverðið hefur verið að fullu greitt.

4. Notkun efna og tækja

Eftir að afhending á hinni seldu vöru hefur átt sér stað, ber kaupandi ábyrgð á henni og notkun hennar. Með flestum okkar vörum fylgja leiðbeiningar um notkun þeirra. Leiðbeiningar þessar og upplýsingar eru gefnar samkvæmt okkar bestu vitund, byggðar á reynslu og endurteknum tilraunum framleiðanda. Hinsvegar getum við ekki ábyrgst að notkun tækja og efna skili alltaf þeim árangri sem fólk ætlast til, bæði vegna hinna margvíslegu aðstæðna sem geta skapast og vegna þeirra mörgu þátta sem við höfum enga stjórn á eftir að viðkomandi tæki eða efni er komið í hendurnar á viðskiptavinum okkar.

5. Ábyrgð og úrbótaréttur seljanda vegna vörugalla

Komi fram bilun/skemmd á hinni seldu vöru innan 2 ára, getur viðskiptavinur gert kröfu um að fá verkfærið / tækið lagað eða bætt ef hann getur framvísað frumriti reiknings og tækinu sjálfu. Viðskiptavinurinn á þó eingöngu rétt á úrbótum ef bilunina má sannanlega rekja til gallaðs framleiðsluhlutar. Þá hefur seljandi heimild til að bæta úr gallanum eða afhenda nýjan hlut í stað þess gallaða. Seljandi getur líka kosið að veita kaupanda afslátt af kaupverðinu í stað þess að nota úrbótarétt.
Athugið að þessi ábyrgð nær ekki til bilana sem ætla má að séu vegna almennrar notkunar og slits, óábyrgrar notkunar eða skorts á viðhaldi sem viðskiptavinur hefði mátt gera sér grein fyrir að þyrfti að framkvæma. Öll ábyrgð fellur úr gildi ef viðskiptavinurinn hefur látið hjá líða að tilkynna um meintan galla um leið og hann mátti verða hans var, opnað tækið sjálfur eða fengið einhvern annan til þess en það verkstæði sem seljandi vísar á. Ath. þessi ábyrgð nær ekki yfir rafgeyma, hleðslutæki, rafhlöður, perur eða annan slíkan slitbúnað og tekur ekki til frekari kröfugerðar.

Vöru skal sækja innan 5 virkra daga frá því að hún er tilbúin til afgreiðslu. Sé vara sótt síðar áskilur Múbúðin sér rétt til að rukka að lágmarki 5.000 kr. fyrir hvern byrjaðan mánuð pr. brettaeiningu. Hafi kaupandi ekki sótt vöru in 12 mánaða frá útgáfu reiknings áskilur Múrbúðin sér rétt til að selja vöruna fyrir áföllnum kostnaði.

6. Skaðabætur.

Seljandi getur einungis orðið skaðabótaskyldur gagnvart kaupanda ef tjón kaupanda má rekja til mistaka eða vanrækslu seljanda. ( sjá grein nr. 3 ) Bótaábyrgð takmarkast við beint tjón kaupanda. Hámark skaðabóta takmarkast við kaupverð hins selda.

7. Tilkynningarskylda

Kaupanda ber að tilkynna seljanda um meintan galla án tafar frá því að hann varð gallans var, eða mátti verða hans var. Að öðrum kosti fellur bótaábyrgð niður.

8. Skoðunargjald

Þegar tæki er tekið til skoðunar er innheimt skoðunargjald sem er kr. 5.000,-. Þetta skoðunargjald er endurgreitt ef bilunin fellur undir ábyrgð.