Fótspor (e. cookies) og þjónustur greiningaraðila

Vefur Múrbúðarinnar notast við fótspor, sem eru litlar textaskrár, geymdar á tölvu notanda, þegar þeir heimsækja vefinn okkar. Markmiðið með notkun fótspora er að afla vitneskju um það hvernig notendur nota vefinn, s.s. hvaða síður eru skoðaðar, hversu oft og hversu lengi. Fótsporin hjálpa okkur að gera vef Múrbúðarinnar betri fyrir notendur. Múrbúðin geymir engar persónuupplýsingar um notendur í fótsporum sínum.

Þeir sem heimsækja vefsíðu Múrbúðarinnar geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Leiðbeiningar um hvernig þetta er stillt í hverjum vafra fyrir sig má finna með því að Googla nafn vafrans og cookies disable t.d.: Chrome cookies disable.

Múrbúðin notar Google Analytics sem er greiningartól fyrir vefi frá Google. Þegar notandi kemur inn á vefinn okkar eru nokkur atriði skráð ,s.s frá hvaða vef er komið, leitarorð, gerð vafra og stýrikerfis, tími og dagsetning. Þessar upplýsingar notum við til að bæta vefinn og þróa hann. Meðhöndlun Google á fótsporum tengdum Google Analytics er háð skilmálum Google sem hægt er að kynna sér hér: https://policies.google.com/privacy. 

Múrbúðin deilir aldrei persónugreinalegum gögnum um þig til þriðja aðila.

Persónuverndarstefna Múrbúðarinnar

Múrbúðin ehf. hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari að lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Starfsmenn okkar eru skuldbundnir til að fara með allar upplýsingar sem tengjast viðskiptavinum okkar sem trúnaðarmál. Markmið persónuverndarstefnu Múrbúðarinnar er að tryggja rétta meðhöndlun persónugreinanlegra upplýsinga og upplýsa viðskiptavini okkar um þær persónuupplýsingar sem við söfnum, hvernig þær eru notaðar og hver réttindi viðskiptavina eru í samræmi við gildandi lög um persónuvernd.

Persónuverndarstefna Múrbúðarinnar byggir á gildandi lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og persónuverndarreglugerðum Evrópuráðsins nr. 2016/679. Athugið að lög um persónuvernd gilda um persónuvernd einstaklinga en ekki fyrirtækja.

Upplýsingar um okkur

Múrbúðin ehf, Kletthálsi 7, 110 Reykjavík, k.t. 561000-2710, hér eftir Múrbúðin eða „við/okkur“, er ábyrgðaraðili vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga um viðskiptavini sína í tengslum við þá þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar.

Hafir þú spurningar um persónuverndar stefnu Múrbúðarinnar eða viljir koma á framfæri kvörtun eða beiðni til okkar vegna vinnslu persónuupplýsinga þá getur þú haft samband við okkur með bréfpósti eða tölvupósti. Múrbúðin mun bregðast við beiðni þinni eins hratt og kostur er.

Persónuupplýsingar sem Múrbúðin vinnur um þig

Persónuupplýsingar eru allar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings. Með því er átt við að hægt sé að auðkenna einstakling beint eða óbeint með upplýsingunum.

Ef þú ert í staðgreiðsluviðskiptum hjá Múrbúðinni, þá söfnum við engum persónugreinanlegum upplýsingum um þig. Sért þú með staðgreiðslureikning hjá okkur þá geymum við upplýsingar um nafn, k.t, símanúmer, netfang og heimilisfang. Einnig eru geymdar upplýsingar um þær vörur sem þú kaupir þannig að þú getir fengið yfirlit yfir viðskipti þín við Múrbúðina.

Ef þú pantar vörur á www.murbudin.is, þá geymum við grunn persónuupplýsingar s.s. nafn, kt, heimilisfang og símanúmer. 

Einstaklingar í reikningsviðskiptum eða aðilar sem taka á sig sjálfskuldaábyrgð fyrir fyrirtæki

Ef þú ert í reikningsviðskiptum, þá söfnum við sömu upplýsingum um þig eins og ef þú ert í staðgreiðsluviðskiptum. 

Til viðbótar geymum við samþykki fyrir öflun lánshæfismats og skráningu á lánshæfismats og skráningu á lánshæfisvöktun hjá CreditInfo hf fyrir alla aðila sem sækja um reikningsviðskipti eða gangast í sjálfskuldaábyrgð fyrir fyrirtæki sem sækja um reikningsviðskipti hjá Múrbúðinni. Þá öflum við upplýsinga um vanskil frá CreditInfo hf.

Fótspor (e. cookies) og þjónustur greiningaraðila

Vefur Múrbúðarinnar notast við fótspor, sem eru litlar textaskrár, geymdar á tölvu notanda, þegar þeir heimsækja vefinn okkar. Markmiðið með notkun fótspora er að afla vitneskju um það hvernig notendur nota vefinn, s.s. hvaða síður eru skoðaðar, hversu oft og hversu lengi. Fótsporin hjálpa okkur að gera vef Múrbúðarinnar betri fyrir notendur. Múrbúðin geymir engar persónuupplýsingar um notendur í fótsporum sínum.

Þeir sem heimsækja vefsíðu Múrbúðarinnar geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Leiðbeiningar um hvernig þetta er stillt í hverjum vafra fyrir sig má finna með því að Googla nafn vafrans og cookies disable t.d.: Chrome cookies disable.

Múrbúðin notar Google Analytics sem er greiningartól fyrir vefi frá Google. Þegar notandi kemur inn á vefinn okkar eru nokkur atriði skráð ,s.s frá hvaða vef er komið, leitarorð, gerð vafra og stýrikerfis, tími og dagsetning. Þessar upplýsingar notum við til að bæta vefinn og þróa hann. Meðhöndlun Google á fótsporum tengdum Google Analytics er háð skilmálum Google sem hægt er að kynna sér hér: https://policies.google.com/privacy. 

Önnur vinnsla með persónuupplýsingar

Við kunnum að nota upplýsingar um þig við beina markaðssetningu, að fenginni heimild frá þér.

Hverjir vinna með persónuupplýsingar þínar

Þegar sótt er um reikningsviðskipti fer gjaldkeri eða framkvæmdastjóri yfir upplýsingar frá CreditInfo. Aðrir starfsmenn Múrbúðarinnar ha

fa ekki aðgang að þeim gögnum.

Eftir að viðskiptasamband er komið á þá hafa starfsmenn Múrbúðarinnar aðgang að upplýsingum um nafn, heimilisfang, k.t, netfang og símanúmer þitt, auk þess sem þeir geta skoðað hvaða vörur þú hefur keypt.

Múrbúðin deilir aldrei persónugreinalegum gögnum um þig til þriðja aðila, nema skv. vinnslusamningi þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga. Þetta á t.d. við hugbúnaðarhús, sem þjónusta viðskiptahugbúnaðinn sem við notum.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

Persónuupplýsingar eru geymdar í viðurkenndum aðgangstýrðum tölvukerfum eða læstum hirslum. 

Hversu lengi geymum við upplýsingarnar

Við geymum upplýsingar um viðskiptasögu í allt að 7 ár eftir að viðskiptasambandi lýkur, í takt við lög um vörslu bókhaldsgagna. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.

Réttindi þín

Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar um það hvaða upplýsingar við höfum um þig og hvernig þær eru nýttar. 

Þú hefur rétt á að óska eftir að upplýsingar séu leiðréttar eða að upplýsingum um þig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að við geymum þær. Þú getur einnig óskað eftir því að fá upplýsingar um þig afhentar.

Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir í tengslum við persónuverndarstefnu okkar eða vinnslu á persónuupplýsingum þá getur þú haft samband við okkur í síma 412 2500 eða sent okkur póst á netfangi: [email protected]

Þú hefur einnig rétt á því að beina kvörtunum til Persónuverndar, teljir þú að við séum ekki að vinna með gögn um þig í samræmi við gildandi lög hverju sinni.

Breytingar á persónuverndarstefnu Múrbúðarinnar

Stefna Múrbúðarinnar um persónuvernd getur breyst m.a. vegna breytinga á lögum og reglum um meðhöndlun persónuupplýsinga.

Á vef Múrbúðarinnar www.murbudin.is má alltaf finna nýjustu útgáfu persónuverndarstefnu okkar.

Útg. 1.1 | 2. Febrúar 2020, Múrbúðin ehf.