fbpx

StikxPro – fullkomnar skrúfur í sólpallinn þinn og girðinguna

StikxPro ryðfríar pallaskrúfur

Ryðfríar A4 (SS316) tréfskrúfur eru bestu pallaskrúfurnar

Reynslan hefur sýnt að best er að nota ryðfríar skrúfur í sólpalla og girðingar hér á Íslandi. Ástæðan er krefjandi veðurfar og mikið salt í andrúmsloftinu.

A4 ryðfríar tréskrúfur eru einnig kallaðar SS316 skrúfur eða 18/10. 18/10 vísar til hlutfalls króms og nikkels í skrúfunum sem er þá 18% og 10%. Einnig er frumefninu mólýbden bætt í A4 ryðfríar skrúfur. Molýbden er silfurhvítur, gríðarlega harður málmur sem hefur eitt hæsta bræðslumark hreinna frumefna. Annað efni sem er oft notað í A4 skrúfur er títaníum.

Ryðfríar A4 pallaskrúfur eru þær skrúfur sem duga best við íslenskar aðstæður. StikxPro skrúfurnar eru ryðfríar A4 pallaskrúfur, sérhannaðar til að endast vel og gera pallasmíðina auðvelda.

StikxPro pallaskrúfur byggja á áratuga þekkingu og reynslu.

Segja má að StikxPro pallaskrúfurnar séu sérhannaðar til að skila góðum árangri, með litlum tæknilausnum sem tryggja góðan árangur alltaf.
Það eru fjögur atriði sem gera StikxPro pallaskrúfurnar svona góðar. Þær eru sjálfborandi, undirzinkaðar m/úrsnara. Á leggnum eru svokallaðar milling ribs og að lokum er Torx sætið djúpt svo Torx bitinn sitji betur og „skrolli“ síður. Hér fyrir neðan er farið betur yfir þessi atriði.

Smáatriðin skipa máli þegar þú velur pallaskrúfur
  1. Sjálfborandi oddur með skera: Auðveldar að skrúfa pallaskrúfuna beint í viðinn og kemur í veg fyrir að timbrið klofni
  2. “Milling ribs”: Auðveldar að skrúfa, sem þýðir að rafhlaðan í skrúfvélinni endist lengur
  3. Cutting ribs/Úrsnari: Sex rillur undir hausnum sem búa til sæti og minnkar líkur á því að það komi flísar eða að viðurinn springi
  4. Djúpt sæti: Torxbitinn helst betur í skrúfunni

Pallaskrúfurnar frá StikxPro eru sjálfborandi sem þýðir að ekki þarf að bora fyrir skrúfunni. Einnig er skeri við oddinn sem dregur úr líkum á því að timbrið klofni þegar skrúfað er í það.

Skrúfgangurinn er grófur, sem þýðir að skrúfan skrúfast hraðar í. Fyrir ofan skrúfganginn eru „milling ribs“ sem búa til smá bil í timbrið þannig að skrúfan eigi auðveldara með að draga timbrið að. Þetta þýðir minna átak þarf til að festa borðið og það þýðir að rafhlaðan í skrúfvélinni endist lengur.

Skrúfan er undirsinkuð og með úrsnara. Þannig eru rillur undir hausnum sem „fræsa“ úr sæti fyrir skrúfuna. Þetta þýðir að minni hætta er á að það flísist úr pallefninu og að það klofni þegar skrúfan er hert.

Að lokum þá er sætið fyrir torx bitann djúpt. Þetta þýðir að torx bitinn situr betur þegar verið er að skrúfa og minni líkur eru á því að bitinn „skrolli“ á skrúfunni. Bestur árangur næst ef notaðir eru góðir torx bitar.

StikxPro pallaskrúfurna koma í handhægum glærum plastboxum með handfangi þannig að það er auðvelt að halda á skrúfupökkunum og þeir skemmast ekki þó það rigni smá á þá. Boxin er einnig hægt að nota áfram t.d. til að geyma skrúfur í, eða sem berjabox svo eitthvað sé nefnt.

Rúsínan í pylsuendanum er svo verðið, en StikxPro skrúfurnar eru á frábæru verði hjá Múrbúðinni.

Kynntu þér StikxPro [hér]

Ef þú vilt traustar undirstöður undir sólpallinn þinn og girðinguna þá gæti borgað sig fyrir þig að kynna þér kosti Weber staurasteypu, sjá nánar [hér]