fbpx

Nú er tíminn fyrir múrviðgerðir að renna upp

Alvöru múrblanda

Nú fer að líða að því að hægt sé að fara í múrviðgerðir utanhúss. Hjá Múrbúðinni færð þú ráðgjöf og réttu efnin til að gera við allar skemmdir í steinsteypu.

Deka fiber hentar vel til viðgerða á steypu
Illa farin þrep er auðvelt að laga með réttu efnunum

Deka Fiber viðgerðamúr er framleiddur af BASF fyrir Múrbúðina. Þessi múrblanda er hraðþornandi, trefjastyrkt og frostþolin viðgerðarblanda.

Hún hentar vel í allar múrviðgerðir, sérstaklega á álagsstaði þar sem mikils styrks er krafist. Þannig hentar Deka Fiber viðgerðarmúr mjög vel í steypuviðgerðir á tröppum, svölum og öðrum hlutum úr steypu.

Þykktarsvið Deka Fiber er 10-40mm.

Við allar steypuviðgerðir, þá þarf að tryggja að undirlag sér hreint og ekki sé neinn laus múr. Í sumum tilfellum getur þurft að brjóta úr hlutnum sem gera á við til að losa í burtu ónýta steypu. Hafið í huga að ef steypti hluturinn er járnabundinn þá borgar sig að bera ryðverjandi efni á hann áður en viðgerð hefst.

Hjá Múrbúðinni færðu allt til steypuviðgerða og ráðgjöf um hvaða efni henta best.

Að sjálfsögðu eru allar múrvörur hjá Múrbúðinni á Múrbúðarverði.

Múrbúðin – Gott verð fyrir alla, alltaf!

Nánari upplýsingar um Deka Fiber [hér]