fbpx

Settu staurinn rétt niður og hann stendur lengur!

Það er fátt fallegra en vönduð skjólgirðing og vel smíðaður sólpallur. Í báðum tilvikum er undirstaðan lykilatriðið. Traustar undirstöður tryggja að sólpallurinn og girðingar haldi sér ár eftir ár.

Fjarlægja allt frostvirkt efni

Hér á Íslandi er mælt með því að undirstöður fyrir girðingar og palla nái 70-100 cm niður, þ.e. niður fyrir þá dýpt sem frost nær til. Hægt er að fara styttra ef búið er að jarðvegsskipta svæðinu með frostfríu efni. Tilgangurinn með þessu er að fjarlægja allt frostvirkt efni, s.s. leir og mold. Þetta er gert til að koma í veg fyrir frostþenslu sem getur skekkt girðinguna eða pallinn.

Grafa 70-100 cm niður og passa uppá dren undir staurana

 

Gætið að því að það dreni frá staurum

Ef jarðvegur er þéttur í sér þá borgar sig að setja grús sem drenar sig neðst í holuna sem steypa á undirstöðuna í. Grúsin þarf að vera um 20cm þannig að vatn drenist frá staurnum.
Þegar staurinn er steyptur í hólkinn, þá þarf að passa uppá að staurinn hvíli á grús og steypa komist ekki undir hann.

Weber staurasteypa festir staurinn vel
Gætið þess að staurasteypan fari ekki undir staurinn

Ef vatn sem rennur niður staurinn á ekki greiða leið niður í jarðveginn fyrir neðan, þá er hætta á því að raki og frost geti með tímanum eyðilagt staurinn. Mikilvægt er að verja þann hluta staursins sem fer ofan í jörðina vel, t.d. með tjöru.

Weber staurasteypa – traust og einföld í notkun

Að lokum, þá borgar sig að nota steypublöndu sem er sérstaklega ætluð til að steypa niður staura. Weber staurasteypa kemur í handhægum 15kg pokum, sem þola að standa úti. Það er einfalt að nota Weber staurasteypu, því blandan er tilbúin og aðeins þarf að bæta við vatni.

Líklega besta staurasteypan sem þú færð
Staurasteypa Weber er alvöru staurasteypa sem er sterk og endist

 

Allt fyrir traustar undirstöður og meira til

Hjá Múrbúðinni færðu Weber staurasteypu, Domax byggingavinkla, sökkuldúk, StikxPro ryðfríar A4 skrúfur og Essve faldar skrúfur. Allt á Múrbúðarverði!
Skoða vörur fyrir pallasmíðina [hér]

P.S. svo bjóðum við einnig pallaolíu og viðarvörn á einstaklega hagstæðu verði [sjá hér]

Múrbúðin, gott verð fyrir alla – Alltaf!

https://www.saint-gobain.dk/weber/produktoversigt/weber-stolpebeton