Leiðir til að lagfæra sprungur í steyptum veggjum

Sprungur í steyptum vegg

Sprungur í steyptum veggjum geru óæskilegar. Oft eru þær ekki fallegar að sjá og í vesta falli þá getur lekið inn um þær. Eins er ekki gott að vatn komist í steypta veggi því þegar það frystir þá þenst vatnið út og skemmir út frá sér.

Sprunga sem vatn lekur í

Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (RB) heitin gerði rannsókn á því hvernig best væri að lagfæra sprungur í steyptum veggjum. Í þeirri rannsókn kom fram að gagnsemi sprunguviðgerða væri tvíþætt:

  • Að þétta sprungur, þ. e. hindra að vatn gangi inn í þær, og stuðli þannig að hærra rakastigi í steininum með hættu á t. d. frost- og alkalískemmdum, eða að vatn gangi í gegnum þær og valdi þannig einnig leka.
  • Að fela sprungur, þannig að þær spilli ekki útliti, en slíkt er gjarnan gert með málningu, en hefur oft gengið illa til lengdar. Erfitt er að fela sprungur á steinflötum sem ekki skal mála.

Niðurstöður RB voru á þá leið að vatnsfælur, þ.e. sílan virki mjög vel til að stöðva upptöku vatns í fíngerðum sprungum, eða þeim sem ekki eru víðari en 0,15 til 0,25mm. Þetta eru svokallaðar háræða sprungur.

Deka sílan ver steypu
Deka sílan er öflug vatnsfæla

Fyrir svona fíngerðar sprungur þá gefur góða raun skv. rannsóknum RB að bera ríkulegt magn af vantsfælu (sílani) á sprungurnar þegar þær eru vel þurrar og mála (blettmála) síðan þykkt yfir þær með þykkfljótandi, þurrefnisríkri málningu sem gefur teygjanlega húð. Gott er að bíða 3-4 daga frá því að sílan er borið á, áður en málað er. Hjá Múrbúðinni fæst bæði góð sílan vantsfæla og góð þurrefnarík akrýl málning sem teygist vel.

Fyrir sprungur sem eru breiðar þá hefur reynst vel að nota svokallaða innþrýstitækni, þar sem þéttiefni er dælt í sprungurnar.

Webac indælingarefni
Inndælingarefni dælt í sprungu

Þegar þessi tækni er notuð þá eru boruð göt í sprunguna og inndælinganipplum komið fyrir. Síðan er inndælingarefninum dælt í sprunguna og henni lokað þannig. Hjá Múrbúðinni fæst Webac inndælingarefni sem hafa reynst mjög vel á Íslandi.

Webac 1500 inndælingarefni
Webac inndælingarefni

Að lokum er hægt að filta yfir með múr t.d. Weber REP 980 til að veggurinn fái fallega áferð.

Weber REP 980 filtmúr gefur fallegt ytra birgði
Weber REP 980

Hjá Múrbúðinni færðu öll efni til sprunguviðgerða og faglega ráðgjöf.

Tenglar á efni sem koma fram í greininni: