Creative Superseal – Steypugljáinn sem endist lengur

Steypugljái

Creative Superseal steypugljáinn er einn allra besti steypugljáinn sem þú getur fengið á stéttina eða bílaplanið.

Super Seal á innkeyrslu
Superseal – á steyptri innkeyrslu
  • Superseal gerir yfirborðið fallegra með því að draga fram liti.
  • Superseal steypugljáinn veitir fyrirbyggjandi vörn gegn þörunga- og mosavexti.
  • Superseal myndar sterkt lag yfir steypuna, sem gulnar ekki og verndar yfirborðið fyrir olíu og flestum efnaleka. Hægt er að bæta Shark-grip út í Super Seal til að gera gönguleiðir stamar.
  • Auðvelt að bera á með úðara, bursta eða rúllu og efnið þornar fljótt og myndar harðan varanlegan gljáa.

Nú er tíminn til að fá sér alvöru steypugljáa fyrir sumarið.

Superseal – leiðbeiningar

Super Seal steypugljáinn sem virkar

Það er einfalt að bera Superseal steypugljáann á stéttina eða innkeyrsluna.

Fyrst þarf að þrífa vel og fjarlægja allt laust efni. Ef olía hefur farið í planið þarf að hreinsa hana áður en Superseal steypugljáinn er borinn á.

Superseal er borið á með málningarrúllu. Gæti þess að rúllan þoli leysiefni. Rúllið efninu á í þunnu lagi.

Ráðlagt er að fara tvær þunnar umferðir.

Hitastig þarf að vera yfir 10°

Superseal endist í 2 – 3 ár, eftir álagi og veðri. Að því sögðu þá eru margir sem bera Superseal á planið og stéttina hjá sér á hverju ári. Þannig helst útlitið eins og nýtt áratugum saman.

Sjá nánar hér: https://murbudin.is/?s=creative&post_type=product