Settu staurinn rétt niður – svo hann standi lengur!

Weber staurasteypa festir staurinn vel

Þegar girðingarstaurar eru steyptir niður þá þarf að huga að nokkrum atriðum.

Fyrst er að grafa nógu djúpa holu. Holan þarf að vera það djúp að ekki sé hætta á að jarðvegur lyftist í frosti. Hér á Íslandi er ráðlagt að grafa 70-100cm niður.

Grafa 70-100 cm niður og passa uppá að það dreni vel frá staurnum

Ef jarðvegurinn er þéttur í sér, t.d. mold eða leir þá þarf að setja grús sem drenar sig neðst í holuna áður en pappahólki/blikkhólki er komið fyrir í henni. Grúsin þarf að vera a.m.k. 20cm í botninum.

Þegar girðingarstaurinn er síðan steyptur í hólkinn, þá þarf að passa uppá að staurinn hvíli á grús og steypa komist ekki undir hann.

Weber staurasteypa festir staurinn vel
Gætið þess að staurasteypan fari ekki undir staurinn

Ef vatn sem rennur niður staurinn á ekki greiða leið niður í jarðveginn fyrir neðan, þá er hætta á því að raki og frost geti með tímanum eyðilagt staurinn. Mikilvægt er að verja þann hluta staursins sem fer ofan í jörðina vel, t.d. með tjöru.

Að lokum, þá borgar sig að nota steypublöndu sem er sérstaklega ætluð til að steypa niður staura. Weber staurasteypa kemur í handhægum 15kg pokum, sem þola að standa úti. Það er einfalt að nota Weber staurasteypu, því blandan er tilbúin og aðeins þarf að bæta við vatni.

Líklega besta staurasteypan sem þú færð
Weber staurasteypa – sérhönnuð til að festa staura.

Síðan er bara að njóta garðsins þegar girðingin er komin upp.

Weber staurasteypa = traustar undirstöður = falleg girðing

Nánari upplýsingar um Weber staurasteypu [hér]

Skemmtilegt myndband um hvernig maður setur niður girðingarstaura – Munið bara að hér á Íslandi þarf almennt að grafa girðingarstaura 70-100cm niður, nema að búið sé að jarðvegsskipta með frostfríu efni.

 

Góða skemmtun! – Múrbúðin – Gott verð fyrir allta, alltaf!