Engar sýnilegar skrúfur í pallinum – það er glæsilegt!

Essve HDS pallaskrúfur

Essve HDS kerfið fyrir palla og girðingar er bylting í pallaskrúfum. Notast er við sérstaka HDS töng sem stýrir bili á milli borða í pallinum og á sama tíma stýrir hún skrúfunum þannig að þær skrúfast í kantinn á borðunum. Þannig eru engar sýnilegar skrúfur í pallinum og maður getur leikið sér berfættur allt sumarið án þess að fá flís í fæturna.

HDS kerfið frá Essve er ein mesta þróun sem orðið hefur í hönnun á festingum fyrir sólpalla og girðingar. Ekki nóg með að skrúfurnar sjáist ekki, heldur er hönnun Essve pallaskrúfunnar einstök. Hún er úr ryðfríðu stáli, þannig skrúfur eru almennt er kallað A4 skrúfur. A4 skrúfur eru í raun einu skrúfurnar sem ætti að nota í palla og girðingar utanhúss á Íslandi.

Skrúfan er með sjálfborandi enda þannig að ekki þarf að bora fyrir henni. Skrúfgangurinn er síðan grófari neðst þannig að skrúfan skrúfist hraðar í. Fyrir neðan fagurlega lagaðan hausinn er síðan fínni skrúfgangur sem tryggir góða festu.

Essve HDS palla skrúfan er einstök hönnun

HDS pallaskrúfurnar eru ekki það eina sem gerir Essve skrúfurnar einstakar. Þær koma nefnilega í plastboxum með loki, en ekki í pappakössum sem rifna. Boxin eru þannig löguð, að hægt er að stafla þeim upp eins og Lego-kubbum, sem auðveldar mjög geymslu og umgengni, allt er í röð og reglu í skúrnum, bílnum, á verkstæðinu eða á verkstað. Þau eru endurnýtanleg og endurvinnanleg, auk þess að vera vottuð til geymslu matvæla. Boxin eru úr 100% Polypropyene (PP), standast alla EU staðla, og eru með vatns- og
álagsstaðalinn IP44.

Hægt er að fá sérstakar töskur fyrir Essve skrúfurnar. Töskurnar eru hannaðar þannig að skrúfuboxin passa beint í þær. Sniðugast er að opna boxin og smella lokinu á botninn. Þannig sérð þú strax hvaða skrúfur eru í töskunni þegar þú opnar hana.

Einstök hönnun á umbúðum

Með því að velja Essve HDS skrúfur í pallinn þinn eignast þú einstaklega fallegan pall án allra skrúfugata. Þetta er án efa einhver flottasta lausnin til að gera pallinn glæsilegan.

Essve HDS – Engir skrúfuhausar – fallegri pallur

Gott að hafa í huga

Skrúfur í dekkið eða veggi

  • Um 30-40 skrúfur á m2 fyrir dekkið.
  • Lengd skrúfu fyrir skjólveggi er ráðlögð 42-55mm miðað við 21mm þykkt efni.
  • Lengd skrúfu fyrir dekk er ráðlögð 55-60mm miðað við 27mm þykkt efni.

Grindin undir pallinn

  • Ráðlagt er hafa 50-60 cm á milli burðarbita undir dekk.
  • Domax vinklar og skrúfur fyrir grindina [Sjá hér]
  • ESSVE WAF skrúfur í grindina (koma í staðin fyrir franskar skrúfur).
  • Domax Staurafestingar til að festa pallinn niður.

Nánari upplýsingar um Essve skrúfurnar er að finna [hér]

Nánari upplýsingar um Domax timburfestingar er að finna [hér]

 

Múrbúðin – Gott verð fyrir alla, alltaf!