fbpx

Weber staurasteypa fyrir stöðugar girðingar

Það er fátt fallegra en vönduð girðing í kringum pall. Þegar girðing er sett upp, eða steypa þarf undir pall, þá þarf að huga vel að undirstöðunum. Þetta á við allt sem festa á í jörð. Undirstaðan er lykilatriði.

Hér á Íslandi er mælt með því að undirstöður fyrir girðingar og palla nái c.a. 70-100 cm niður, þ.e. niður fyrir þá dýpt sem frost nær til. Hægt er að fara styttra ef búið er að jarðvegsskipta svæðinu með frostfríu efni. Tilgangurinn með þessu er að fjarlægja allt frostvirkt efni, s.s. leir og mold. Þetta er gert til að koma í veg fyrir frostþenslu sem getur skekkt girðinguna eða pallinn.

Algengt er að grafa niður hólka fyrir undirstöður, bæði fyrir palla og girðingar. Staurinn er síðan settur í hólkinn og steypt meðfram honum.

Það er hægt að blanda steypu á staðnum. Algeng hlutföll þegar steypa er blönduð á staðnum eru 1:1:2, þ.e. einn hluti sement, einn hluti sandur og tveir hlutar möl og síðan vatn.

Mun fljótlegra og  einfaldra er að nota tilbúna steypublöndu, sem er sérstaklega blönduð til að steypa niður staura. Hjá Múrbúðinni færð þú Weber staurasteypu.

Líklega besta staurasteypan sem þú færð
Weber staurasteypa

Staurasteypan frá Weber kemur í  meðfærilegum 15kg plastpokum, sem þola að standa úti.

Það er einfalt að vinna með Weber staurasteypur, einungis þarf að blanda 1,65 – 1,95l af vatni út í innihald pokans, hræra og hella ofan í hólkinn. Mælt er með að blanda staurasteypuna rétt fyrir notkun, og blanda þá um það bil það magn sem þarf til að fylla eina holu/hólk.

Passið að staurinn sitji réttur.

Kynntu þér staurasteypuna frá Weber [hér]

Ertu í pallaframkvæmdum? Kíktu þá á úrvalið af byggingarvinklum hjá Múrbúðinni. Frábær gæði og enn betra verð. Sjáðu úrvalið [hér]

1 thoughts on “Weber staurasteypa fyrir stöðugar girðingar

  1. Pingback: StikxPro - fullkomnar skrúfur í sólpallinn þinn og girðinguna - Múrbúðin

Comments are closed.